Return to Video

Fasteignaverð: Af hverju er það svona hátt?

  • 0:00 - 0:03
    Af hverju er fasteignaverð svona hátt?
  • 0:03 - 0:12
    Síðustu tíu árin í aðdraganda fjármálakrísunnar hækkaði fasteignaverð um yfir 200%. Af hverju?
  • 0:12 - 0:16
    Það er algeng trú að það sé of margt fólk,
    of mikið af innflytjendum,
  • 0:16 - 0:19
    og of fáar fasteignir til skiptana.
  • 0:19 - 0:21
    Þetta er goðsögn.
  • 0:21 - 0:27
    Raunin er að yfir þetta tímabil voru byggðar
    3 nýjar íbúðir fyrir hverja 4 nýja íbúa.
  • 0:27 - 0:34
    En á sama tíma jókst veiting fasteignalána um yfir 370%!
  • 0:34 - 0:40
    Þannig að, hvar fundum við alla þessa peninga
    til þess að fjárfesta í íbúðum?
  • 0:40 - 0:46
    Þegar þú tekur fasteignalán koma peningarnir
    ekki af sparnaði einhvers annars.
  • 0:46 - 0:53
    Þess í stað eru þeir búnir til, rafrænt,
    þegar bankinn þinn skráir tölur í tölvukerfið sitt.
  • 0:53 - 0:58
    Og það eru þessar nýsköpuðu tölur, eða nýju peningar,
    sem þú notar til þess að greiða
  • 0:58 - 1:01
    fyrir nýju fasteignina þína.
  • 1:01 - 1:07
    Þar sem öll fasteignalán eru veitt með þessum hætti, sköpuðu hinar miklu lánveitingar í aðdraganda kreppunnar hundruði
  • 1:07 - 1:15
    milljarða í nýjum peningum.
    Og þessir nýju peningar flæddu inn á fasteignamarkaðinn...
  • 1:15 - 1:18
    ... og ýttu fasteignaverðinu svona hátt upp.
  • 1:18 - 1:21
    Allir greiða meira fyrir íverustaði sína
    sem þýðir að
  • 1:21 - 1:26
    eftir að hafa greitt af fasteignaláninu eða leigunni
    er minna til skiptana til að greiða reikninga
  • 1:26 - 1:31
    og minna sem fer í neyslu og verslun í heimabyggð.
  • 1:31 - 1:37
    Þannig að hátt fasteignaverð gerir okkur ekki ríkari
    - það gerir okkur fátækari.
  • 1:37 - 1:39
    Reyndar ekki okkur öll.
  • 1:39 - 1:43
    Hátt fasteignaverð og há fasteignalán
    auka hagnað bankanna.
  • 1:43 - 1:49
    Og þar sem þeir hafa leyfi til þess að prenta peninga
    tryggir þetta að þeir munu lána of mikið.
  • 1:49 - 1:55
    Þannig að ef við viljum halda húsnæðisverði viðráðanlegu
    fyrir venjulegt fólk verðum við að líta til bankanna
  • 1:55 - 2:00
    og saman fjarlægja rétt þeirra til þess að búa til peninga
    fyrir fullt og allt.
Title:
Fasteignaverð: Af hverju er það svona hátt?
Description:


more » « less
Video Language:
English
Duration:
02:21

Icelandic subtitles

Revisions